Thursday, August 16, 2007

Girls gone wild

Hér segir frá ævintýrum mánudags til miðvikudags

Á mánudaginn heimsóttum við Sea World. Þar brugðum við okkur í heimsókn á Suðurskautslandið, sáum háhyrninginn Shamu leika listir sínar (en hann er sko aðalnúmerið í Sea world), horfðum á sýninguna Pets Ahoy! sem vakti gífurlega lukku, sjóræningjaleikrit með sæljónum, otri og rostungi og rosaflotta höfrungasýningu :) Auk þess að sigla um á hjólabát og auðvitað að skoða fullt af dýrum! ;)


Shamu í kafi (Shamu! Shamu!)

Flottar stelpur í hjólabát :)


Fimur höfrungur!

Á þriðjudaginn fórum við svo í Florida Mall, þar sem við slepptum okkur alveg í geisladiska-, fata-, skartgripa- og dótabúðunum ;) Hápunktur þeirrar ferðar var vafalaust Build-a-Bear búðin þar sem Helga og Hildur fengu að búa sér til bangsana Perlu og Jolie.



Á miðvikudaginn lá síðan leiðin í Wet 'n Wild. Planið hafði reyndar verið að fara í Disney land, en þar sem verslunarferðin tók ansi vel á og háttatíminn eftir hana dróst eitthvað á langinn ákváðum við að geyma það til betur-útsofinna tíma og fara frekar í vatnabusl. Öldulaugin og "lazy river" - á sem rann í hringi þannig að straumurinn bar mann með sér - voru að koma sterkt inn í vatnagarðinum, en við gerðumst nú líka smá hugrakkar og skelltum okkur í þessa rennibraut hér:



Eftir Wet 'n Wild ákváðum við svo að fara snemma að sofa og hvílast vel fyrir næstu daga ;)

Það má annars líka greina frá því að í Sea World fékk Helga sér Tattoo og í Florida Mall splæsti Hildur í eyrnalokka! Tattooið er þó þeirrar tegundar sem máist af smám saman og eyrnalokkarnir hannaðir fyrir eyru með engin göt, svo að aðgerðirnar voru ekki eins róttækar og þær hljóma ;)

Sunday, August 12, 2007

Komnar til Florida!

Hæhæ! við erum núna búnar að vera hér í tvo daga og búnar að vera aðallega á hótelinu og þar í kring. Fórum samt í svolitla verslunarferð með I-ride strætónum í gær og keyptum tölvu, ipod, mp3 spilara og fullt af skóm! hér er mynd af þeim:




Síðan erum við búnar að fara fullt í sund og slappa af og liggja í sólinni (fengum m.a.s. smá sólbruna í dag, þurfum greinilega að vera örlátari á sólarvörnina! :p) og skoða fullt af minjagripabúðum og disneybúðum og svoleiðis dóti. Okkur langar mikið að kaupa alls konar hluti en það er ekki kaupa allt svo að við ákváðum að taka bara myndir af sumu í staðinn ;)

Við mátuðum fullt af höttum:




og sáum líka svona skrítna hákarla í flösku:

Svo er voðalega gott í sundi! Sérstaklega því að það er svo heitt og sundlaugin er þægilega köld. Það er svo heitt að það er ekki hægt að ganga á stéttinni án þess að brenna sig!

Thursday, August 9, 2007

Veðrið í Orlando

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með veðurhorfum í Florida, verð að viðurkenna að allar þessar þrumuveðurs-spár voru ekkert voðalega heillandi! :

En þrátt fyrir að Orlando Sentinel hóti þrumuveðri alla daga þá hefur varla rignt dropa síðustu vikuna, er yfirleitt heiðskýrt, léttskýjað eða í versta falli "haze" (mistur eða þoka) yfir borginni.

3.ágúst - meðalhiti: 28°C - úrkoma: 0 mm - vindhraði: 2 m/s
4.ágúst - meðalhiti: 29°C - úrkoma: 0 mm - vindhraði: 2 m/s
5.ágúst - meðalhiti: 30°C - úrkoma: 0 mm - vindhraði: 4 m/s
6.ágúst - meðalhiti: 31°C - úrkoma: 0 mm - vindhraði: 3 m/s
7.ágúst - meðalhiti: 31°C - úrkoma: 0,5 mm - vindhraði: 2 m/s
8.ágúst - meðalhiti: 31°C - úrkoma: 0 mm - vindhraði: 1 m/s

En nú förum við bráðum að skrifa alvöru fréttir, so stay tuned... ;)

Thursday, August 2, 2007

8 dagar...

Nú er ég búin að bæta inn nokkrum skemmtilegum tenglum á síðuna, m.a. á Disney World, hótelið okkar, nokkra veitingastaði í nágrenninu og veðrið í Orlando.

Upplýsingarnar á þessari veður síðu eru nú samt svolítið skrítnar og hóta þrumuveðri alla daga í spánni, en næstum alltaf þegar ég kíki á hana er heiðskýrt eða léttskýjað í "current conditions". Þrumuveðrið skellur víst nefnilega oftast snögglega á og gengur hratt yfir og þá kemur sól aftur :) Hitinn er aftur á móti milli 25°C og 30°C á daginn (fer niður undir 22°C á næturnar). Setti töflu hér til hliðar sem umreiknar milli °F og °C svo að hitatölurnar séu skiljanlegri ;)

En það er sjálfsagt sniðugt að hafa með sér þurra hlíraboli og stuttbuxur ef maður lendir í úrhellinu!

Friday, July 27, 2007

2 vikur í brottför

Hérna stendur til að hafa ferðadagbókina okkar, Sigrúnar, Helgu og Hildar, þegar við förum til Florida eftir 2 vikur.

Kannski setjum við samt eitthvað sniðugt inn á næstu tveim vikum, áður en við leggjum af stað, svo fylgist endilega með!